AÐ VAKNA HAMINGJUSAMUR / WAKE UP HAPPY


Ef þú vilt auka hamingju þína og vera jákvæðari með lífið, þá skiptir miklu máli hvernig þú ferð á fætur á morgnanna því það hefur áhrif á allann daginn.

Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að vakna og að halda mér frá ,,snooze'' takkanum! Vekjaraklukkan getur verið búin að hringja án alls gríns svona 50x og ég er enn sofandi... Enda set ég venjulega u.þ.b. 20 vekjaraklukkur á hverjum morgni og greyjið þeir sem hafa þurft að reyna að vekja mig í gegnum árin, fyrirgefiði.

Þegar ég svo loks vakna þá er þetta ekkert mál og ég er strax komin í góðan fíling, þannig ég get alls ekki sagt að ég sé morgunfúl manneskja :) 

Mikið af fólki í kringum mig er samt kanski ekki það hressasta á morgnanna, þannig ég fór að pæla aðeins í þessu og komst að því hvað það skiptir miklu máli að vakna glaður og jákvæður á morgnanna fyrir komandi dag. Hver man ekki eftir því að hafa vaknað leiðilega og dagurinn var bara einn hörmung eftir það...? Ég er að tala um einn af þessum dögum þar sem þú mættir alltof seint í skólann, hárið þitt ákvað að vera ógeðslegt, yfirmaðurinn er leiðilegur eða kennararnir í vondu skapi og láta allt bitna á þér og dagurinn verður bara að eitthverju rugli sem þú vilt helst bara gleyma. Við höfum öll gengið í gegnum þetta, slæmir dagar gerast, en það sem við erum að gleyma er hvað við getum haft mikil áhrif á daginn okkar og aðra.

Við ráðum því voða mikið sjálf hvernig dagurinn okkar verður og sem manneskjur sendum við stöðuga strauma út í andrúmsloftið, bæði jákvæða og neikvæða sem hafa áhrif á okkur jafnt sem aðra í kringum okkur. Við stjórnum því hvað við hugsum, og ef við hugsum að dagurinn verði ömurlegur þá speglast viðhorfið okkar þannig að dagurinn verður mjög líklega frekar ömurlegur vegna þess að við erum búin að ákveða það í huganum og sendum neikvæða strauma frá okkur og sjáum allt í neikvæðari mynd frekar en jákvæðari.

En ég ætla að koma með nokkur tips sem ég persónulega trúi að virki til þess að vakna ánægðari og muni hafa áhrif á að gera þig að heilbrigðari og glaðari manneskju! :)


-MINNKAÐU NETNOTKUNINA. Það er mjög sniðugt að slökkva á netinu 30 mínútum áður en þú ferð að sofa og vera ekkert að kveikja á því aftur fyrr en þú vaknar eða eftir skóla/vinnu. Afhverju? Vegna þess að við eyðum svo stórum hluta af lífinu föst við tölvuna og símann, svo við þurfum að pína okkur smá til þess að gera ''þinn,, tíma, smá stund þar sem hugsanir okkar eru í friði, en ekki alltaf límdar við eitthvað sem við vorum að lesa á netinu eða sjá, þetta leyfir þér bara að hugsa um eitthvað skemmtilegt sem þér dettur í hug.


-SKIPULEGGÐU ÞIG BETUR. Með því að vera búinn að skipuleggja daginn kvöldið áður, búa til lista yfir það sem þarf að gera, þá einfaldaru verkefni dagsins og og lítur jákvæðara á þau í leiðinni. Þá vaknaru með allt tilbúið og þarft ekki að pæla í neinu nema bara að framkvæma!
-GERÐU ÞAÐ LEIÐINLEGA FYRST. Líttu á listann og gerðu það leiðinlega fyrst, þá líður þér strax vel og þarft ekki að vera með neitt samviskubit að eiga eitthvað erfitt eða leiðinlegt eftir, eins og til dæmis skólaverkefni. Afhverju að draga eitthvað sem þarf ekki að draga? Það getur líka haft leiðinleg áhrif á skemmtilegu verkefnin, þú nýtur þín ekki eins vel þegar þú ert að hafa óþarfa áhyggjur. Kláraðu þetta bara af og þá er allt það skemmtilega eftir og þú getur bara notið þín og þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. 
-SÍTRÓNU VATN + HOLLUR MORGUNMATUR. Líkaminn þinn þarf orku til að takast á við daginn, ég byrja daginn minn á sítrónu vatni, vítamínum, lýsi og léttum morgunmat. Byrjaðu daginn á hollum og góðum morgunmat og líkaminn mun þakka þér fyrir það!
-KÖLD STURTA. Þá er ég ekki að tala um að fara í ísbað eða eitthvað svoleiðis, bara þegar þú ferð í sturtu að taka þér allavega 1 mínútu þar sem þú hefur frekar kalt vatn! Það er bæði gott fyrir sálina og hárið! Þetta tekur smá tíma að venjast en um leið og það venst er köld sturta dásamleg. Þetta eykur orku, brennir fleiri kaloríum og kveikir vel á líkamanum! Ég skora á þig að prófa! Þetta drepur þig ekki.
-HREYFÐU ÞIG. Já það hafa eflaust allir heyrt það 1000x að það sé gott að hreyfa sig daglega! Og það er alveg satt. Ekki svindla á sjálfum þér, gerðu þér gott og hreyfðu þig allavega í klukkutíma á dag. Það þarf ekki að vera mikið, út að hlaupa, fótbolta með vinunum, yoga, sund, spinning, bara eitthvað sem þér finnst skemmtilegt :) Gerðu það bara og njóttu þess að vera glaður eftir á!
Þannig næst þegar þú ert að hafa slæman dag hugsaðu þá hvernig hann byrjaði. Ég skora á þig að prófa þessar leiðir og áður en þú veist af ertu orðin ánægð morgunmanneskja!
Einfaldlega ákveddu á hverju morgni að þú sért í góðu skapi. 

xxx Moeidur
If you're looking to increase your happiness levels and want a more positive life, then how you choose to wake up in the morning is something that deserves your attention.

I have always had a hard time waking up and keeping myself from the ,,snooze'' button! The alarm can ring a thousand times and I'm still asleep... That's why I put on 20 alarms every morning and for those of you who have ever had to wake me up, I apologise. 

It wasn't until recently that I looked into how moods are affected throughout the day by how one chooses to wake up. Think back to a day that you 'woke up on the wrong side of the bed' and it all went downhill from there. I am talking about one of those days where the milk is off, you're running late, your hair has decided to be a tumble weed, the traffic on the way to work is insane, your boss is being a dick and the day just rolls into something that you'd much rather forget. We've all been there, bad days happen, however lately I've come to realise that how you choose to start the day really sets the tone for how it all unfolds. As human beings we send out vibrations, both positive and negative, which all stem from our thoughts. We manifest what we think. If you think that your day is going to turn out to be a school excursion to hell and your attitude reflects that then chances are you're on the bus to creating that for yourself!

To relay some of what i've discovered and have been practicing, I've listed a bunch of my top tips for waking up on the right side of the bed which in turn will create a happy and healthier you!

-CAP YOUR NET USAGE. Turn off the internet 30 minutes before bed and don't turn it back on until after school or work. Why? Because we spend the lions share of our lives glued to screens, so you need to force yourself to create 'switch off' times. Your phone/the internet are constant triggers of emotions & thoughts. Limiting their influence while your starting & winding down your day, gives you a better level of control over your potential moods and allows you to think freely without all that content.

-WRITE A TO DO LIST. Having a plan for the day ahead is something I would suggest you do the night before, that way when you wake up you have a clear cut vision for what the day holds and in what order you need to proceed.
-DO YOUR WORST FIRST. If you start your to do list with your worst task first, then you'll start feeling ahead right from the start! Why leave the things you're dreading to drag on any longer than needed. Procrastination and resistance are all forms of negativity, which can begin to effect other tasks at hand. So get the worst done first and look at the remainder of your day with optimism and a sense of accomplishment.
-LEMON WATER + A HEALTHY BREAKFAST. Your body needs fuel in order to function, so for me I drink a glass of room temperature lemon water with a healthy but light breakfast. Start your day on the right foot and your body will thank you for it!
-COLD SHOWERS. I don't have hot showers anymore and if I do they end with at least 1 minute of pure cold water. Cold showers are actually greatly beneficial to your health, I am not going to lie, they take some time of getting used to, but I would never go back. If you want to beat depression, dried out hair and skin, aid weight loss and kick start you metabolism, increase your energy and much more then suck it up and have a cold shower, it won't kill you.
-EXERCISE. Yep, exercise, be it yoga, running, a pump class, I am sure you've heard how good exercise is for you 1000's times before, we all know it's good for us and so just do it and enjoy the happy endorphines as a result.

So next time you have a bad day think about how it started. I encourage you to test and trial these techniques and soon you might just become a morning person and a happy one at that :)
Put simply decide every morning that you are in a good mood.

xxx Moeidur



Lífið er leikur, það er ekki alltaf hægt að vinna...


Góða kvöldið! 

Nú eru að skella á prófin góðu og tilhlökkunin í hámarki! Eða hitt og heldur. 

Þessi tími árs reynist mjög erfiður fyrir marga en það er um að gera að reyna að hafa þetta sem léttast og þægilegast! Reyna að ná góðum svefn, skipuleggja sig vel og sinna öðrum hlutum líka ef tími gefst.

Ef það er eitthvað sem við unga fólkið klikkum oft á í prófum þá er það mataræðið... Líf manns verður bara eitt ''sukk!,,. Þegar prófin eru höldum við að það eigi að leyfa sér og fá sér nóg af pizzu og nammi, til að lifa þetta af. En þetta er auðvitað stór misskilningur og þurfum við Prótein og góða næringu fyrir heilann svo að það sé auðveldara og betra að læra! Erfitt ég veit, en þér mun örugglega ganga betur ef þú heldur heilbrigðinu áfram! Og plús! Erum við ekki öll að reyna að koma okkur í ''sumarformið,,?
Þá er prófloka-sukk ekki málið! :)

En að öðrum hlutum!
Í dag skrifaði ég undir samning hjá Hárlengingar.is og munu þau passa upp á að hárið mitt sé sem fallegast í Nóvember :)
Svo er ég nýlega orðin ljóshærð og það er mjög mikil breyting fyrir mig en ég er að fíla það í botn!  GO blonde! haha :)

Triangl sendingin mín kom um daginn og vá hvað ég er ánægð! Allt smellpassar og er bara fáranlega fallegt :) Þau eru svo æðisleg að styrkja mig svona og passa upp á að ég geti verið í fínu bikiníi og nærfötum! Eitt stórt Love á þau:*




Og ekki nóg með það heldur er Véve sendingin á leiðinni! En þau sendu óvart vitlausa sendingu síðast haha, smá bögg en maður lætur ekkert svona vera að koma sér úr jafnvægi ;)!
Og svo eitt að lokum!
  Ég er byrjuð hjá Jóhanni V. Norðfjörð í þjálfun (Fitness Akademíunni) og það er alveg frábært! Þvílíkur snillingur sem þessi maður er.




Er eitthver áhugi að  ég byrji að gera make-up tutorials aftur? :)
https://www.youtube.com/user/Moabeautyy

Endilega verið duglegri við að kommenta og láta mig vita hvað þið viljið að ég bloggi um! :) Það er alltaf svo gaman að fá ólíkar uppástungur.

xxx Moeidur


Espana!

Hi! 
I've been in Spain for over ten days now and it's very cozy, we (me and my family) have gone to some great restaurants, Chinese, italian and of course Mc Donald's and Burger King...Not that that's really a restaurant but anyway! We go to the beach almost everyday and soak up some sun and run into the sea like some idiots!  It's amazing how you can just be yourself and don't have to think about anything else in the world except for the moment that you are now in and enjoy it too the fullest! That's just perfect, and exactly what I needed, it was about time for some break from the world! There is just one thing missing and that's my boyfriend, he's in Iceland and I cant wait too see him! But at the same time I don't want to go home... It would have been the best if he could have gone with us! 
These palm trees are everywhere here in Spain and I love it, they remind me of this imagine that I've always had in my mind about how the perfect life for me would look like and in every case the palm trees pop up! They are always there. Palm trees are all so beautiful and different, some are long and thin and other are small and thick, just like us.  Anyway that's enough for today! 
xxxx

Spánn here I come!!

Klukkan er 5:16 og núna eru um það bil 20 mín þar til ég legg af stað upp á flugvöll með fjölskyldunni! Við erum að fara til Spánar í tvær vikur :-) Þvílíkt fjör. Ég er að fara til Spánar í fyrsta sinn og hlakka ekkert sma til að sjá allt! 
Ég fékk aldeilis skemmtilegt sms í morgun um að eitt af bikiníunum mínum væri komið! Ég sem var ekki að búast við því fyrr en eftir allavega viku í viðbót, en já mjög skemmtilegt að það skildi koma svona á sama degi og ég er að fara! Þannig ég fæ að vera í nýja bikiníinu mínu úti! Jeijj! Svo verða undirfötin mín og hitt bikiníið örugglega komið þegar ég kem til baka :-D En lengra verður þetta ekki í bili, ég mun reyna að blogga eitthvað úti :-D Þar til næst... Blessó!



Hér sést sæta sundlaugin fyrir framan húsið :-) Svo er ströndin 5 min frá 


Nýr spons og mikil gleði!

Mig langaði til þess að sýna ykkur skó sem ég er ný orðin ástfangin af! Þeir eru frá Chanel og eru að slá í gegn úti, enda ótrúlega töff. Þeir líta út fyrir að vera mjög þægilegir og maður er örugglega fljótur að hoppa í þá! Þeir koma í : Hvítu, brúnu, bláu og síðast en ekki síst svörtum!


                
      



Einnig gaman að segja frá því að ég fékk nýjan sponsor í fyrradag. Þetta er glæný hönnun á bikiníum og munu þau líklegast koma með keppnis-bikini seinna, að ég held.
Merkið heitir Véve og er strax búið að vekja mikla athygli úti og fær frábærar viðtökur. Ég hélt ég ætlaði aldrei að ná að velja mér bara eitt því þau voru svo mörg alveg fáranlega flott! En á endanum tókst það og núna bíð ég bara spennt eftir að fá það sent heim og skella mér í töku. Ég ætla ekki að spoil'a fyrir ykkur hvernig bikiníið er sem ég valdi mér, það verður bara að koma í ljós seinna... :-)! En ég vil þakka Véve kærlega fyrir að sponsa mig, bikiníin þeirra eru gullfalleg!


 TRIANGL voru líka svo æðisleg að gefa mér annað bikiní og núna undirföt líka! :-) Ég er búin að vera alveg í skýjunum! En ég ætla heldur ekki að spoil'a þeim fyrir ykkur heldur mun ég sýna ykkur myndir þegar þau koma!
http://www.triangl.com/

Smá árangur :-)

Hæææj! 
Ég er búin að vera stússast mikið síðustu daga, loksins... Loksins! Byrjuð í ökunámi og gengur jú bara frekar vel :) Í dag eru bara 10 dagar þangað til ég fer til Spánar með familí og ég get ekki beðið! Lyggja bara á ströndinni með bók í hendi og slaka á... aaah sannkölluð paradís. 

Ég er búin að vera dugleg að mæta í ræktina og gera auka cardio! Þessi blessaða stigavél... Svona love/hate relationship... Ekki satt? 
Ég fór í fitumælingu í fyrradag og er ég komin úr 20,5% fitu niður í 17,9% á tveimur vikum :-D Þvílík gleði! Og núna er það bara gefa allt í botn! Mætti einmitt eldhress í morgun og tók brennsluæfingu, manni líður alltaf svo vel eftir á, bætir daginn þvílíkt :-) Svo tók vinnan við, ökuskóli 1 og svo bíó með Ólöfu minni á Noah, þrusuflott mynd! Mæli með henni.

Í síðustu viku var ég svo módel hjá Önnu sætu sem er núna útskrifuð sem förðunarfræðingur frá nýja geðsjúklega flotta Reykjavík Make up School hjá Söru og Sillu snillingum. Þetta var mjög skemmtilegt og var ég ÖLL útí glimmeri eftir þetta vegna þess að ég átti að blása hrúgu af glimmeri úr lófunum á mér :-D En nóg í bili! Blessó

Hér er ein vikugömul, smá árangurs :)

Þessi er eftir Arnold og er úr lokaverkefninu hennar Önnu :) Nóg af glimmeri eins og þið sjáið!

Alveg glimmrandi-hress að vanda! Haha

 Og svo í endan er ein sæt af mér og Kamillu á leiðinni á æfingu :)



I want!!

Góðann daginn!
 Í morgun vaknaði ég 05:30 og labbaði á morgun æfingu í world class, fitness form hjá Katríni Ösp snillingi. Það var vel tekið á því enda þema tímans ''Víkingaþrek'' úff. Eftir tímann fór ég heim og vakti bæði kærastann minn og pabba minn með hafragraut sem innihélt rúsinur og mikið af súkkulaði prótini. Pabbi fór síðan í vinnuna og kærastinn minn Jói í skólann, þar sem hann er í Verzló er ekkert verkfall hjá honum! Heppinn hann. Þannig ég sit bara hérna ein eftir heima... Skrýtið að það sé verkfall núna og maður veit ekkert hve lengi það verður eða stutt! Mjög óþægilegt. Ég er búin að vera að hanga smá í tölvunni síðustu daga og hef rekist á nokkrar flottar flíkur sem ég er að deyja yfir hvað mig langar í þær! Ohh... En hér koma nokkrar myndir :)!  


Þessar suttbuxur eru að drepa mig! Finnst þær klikkað flottar, langar svo í þær til að taka með til Spánar á ströndina

Geggjaður kjóll!


Þessi Kimono færi ég ekki svo spart með ef ég myndi eignast hann !


Hvítur síður bolur... MUST!


Finnst þessi líka lúmskt flottur þótt ég myndi ekkert vita í hvað ég ætti að nota hann! En það myndi reddast :)


Ég bara læt mig dreyma... Er nú að fara út eftir 26 daga ! Hlakkar svo til :)!!