Nýr spons og mikil gleði!

Mig langaði til þess að sýna ykkur skó sem ég er ný orðin ástfangin af! Þeir eru frá Chanel og eru að slá í gegn úti, enda ótrúlega töff. Þeir líta út fyrir að vera mjög þægilegir og maður er örugglega fljótur að hoppa í þá! Þeir koma í : Hvítu, brúnu, bláu og síðast en ekki síst svörtum!


                
      



Einnig gaman að segja frá því að ég fékk nýjan sponsor í fyrradag. Þetta er glæný hönnun á bikiníum og munu þau líklegast koma með keppnis-bikini seinna, að ég held.
Merkið heitir Véve og er strax búið að vekja mikla athygli úti og fær frábærar viðtökur. Ég hélt ég ætlaði aldrei að ná að velja mér bara eitt því þau voru svo mörg alveg fáranlega flott! En á endanum tókst það og núna bíð ég bara spennt eftir að fá það sent heim og skella mér í töku. Ég ætla ekki að spoil'a fyrir ykkur hvernig bikiníið er sem ég valdi mér, það verður bara að koma í ljós seinna... :-)! En ég vil þakka Véve kærlega fyrir að sponsa mig, bikiníin þeirra eru gullfalleg!


 TRIANGL voru líka svo æðisleg að gefa mér annað bikiní og núna undirföt líka! :-) Ég er búin að vera alveg í skýjunum! En ég ætla heldur ekki að spoil'a þeim fyrir ykkur heldur mun ég sýna ykkur myndir þegar þau koma!
http://www.triangl.com/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli