Spánn here I come!!

Klukkan er 5:16 og núna eru um það bil 20 mín þar til ég legg af stað upp á flugvöll með fjölskyldunni! Við erum að fara til Spánar í tvær vikur :-) Þvílíkt fjör. Ég er að fara til Spánar í fyrsta sinn og hlakka ekkert sma til að sjá allt! 
Ég fékk aldeilis skemmtilegt sms í morgun um að eitt af bikiníunum mínum væri komið! Ég sem var ekki að búast við því fyrr en eftir allavega viku í viðbót, en já mjög skemmtilegt að það skildi koma svona á sama degi og ég er að fara! Þannig ég fæ að vera í nýja bikiníinu mínu úti! Jeijj! Svo verða undirfötin mín og hitt bikiníið örugglega komið þegar ég kem til baka :-D En lengra verður þetta ekki í bili, ég mun reyna að blogga eitthvað úti :-D Þar til næst... Blessó!



Hér sést sæta sundlaugin fyrir framan húsið :-) Svo er ströndin 5 min frá 


Nýr spons og mikil gleði!

Mig langaði til þess að sýna ykkur skó sem ég er ný orðin ástfangin af! Þeir eru frá Chanel og eru að slá í gegn úti, enda ótrúlega töff. Þeir líta út fyrir að vera mjög þægilegir og maður er örugglega fljótur að hoppa í þá! Þeir koma í : Hvítu, brúnu, bláu og síðast en ekki síst svörtum!


                
      



Einnig gaman að segja frá því að ég fékk nýjan sponsor í fyrradag. Þetta er glæný hönnun á bikiníum og munu þau líklegast koma með keppnis-bikini seinna, að ég held.
Merkið heitir Véve og er strax búið að vekja mikla athygli úti og fær frábærar viðtökur. Ég hélt ég ætlaði aldrei að ná að velja mér bara eitt því þau voru svo mörg alveg fáranlega flott! En á endanum tókst það og núna bíð ég bara spennt eftir að fá það sent heim og skella mér í töku. Ég ætla ekki að spoil'a fyrir ykkur hvernig bikiníið er sem ég valdi mér, það verður bara að koma í ljós seinna... :-)! En ég vil þakka Véve kærlega fyrir að sponsa mig, bikiníin þeirra eru gullfalleg!


 TRIANGL voru líka svo æðisleg að gefa mér annað bikiní og núna undirföt líka! :-) Ég er búin að vera alveg í skýjunum! En ég ætla heldur ekki að spoil'a þeim fyrir ykkur heldur mun ég sýna ykkur myndir þegar þau koma!
http://www.triangl.com/

Smá árangur :-)

Hæææj! 
Ég er búin að vera stússast mikið síðustu daga, loksins... Loksins! Byrjuð í ökunámi og gengur jú bara frekar vel :) Í dag eru bara 10 dagar þangað til ég fer til Spánar með familí og ég get ekki beðið! Lyggja bara á ströndinni með bók í hendi og slaka á... aaah sannkölluð paradís. 

Ég er búin að vera dugleg að mæta í ræktina og gera auka cardio! Þessi blessaða stigavél... Svona love/hate relationship... Ekki satt? 
Ég fór í fitumælingu í fyrradag og er ég komin úr 20,5% fitu niður í 17,9% á tveimur vikum :-D Þvílík gleði! Og núna er það bara gefa allt í botn! Mætti einmitt eldhress í morgun og tók brennsluæfingu, manni líður alltaf svo vel eftir á, bætir daginn þvílíkt :-) Svo tók vinnan við, ökuskóli 1 og svo bíó með Ólöfu minni á Noah, þrusuflott mynd! Mæli með henni.

Í síðustu viku var ég svo módel hjá Önnu sætu sem er núna útskrifuð sem förðunarfræðingur frá nýja geðsjúklega flotta Reykjavík Make up School hjá Söru og Sillu snillingum. Þetta var mjög skemmtilegt og var ég ÖLL útí glimmeri eftir þetta vegna þess að ég átti að blása hrúgu af glimmeri úr lófunum á mér :-D En nóg í bili! Blessó

Hér er ein vikugömul, smá árangurs :)

Þessi er eftir Arnold og er úr lokaverkefninu hennar Önnu :) Nóg af glimmeri eins og þið sjáið!

Alveg glimmrandi-hress að vanda! Haha

 Og svo í endan er ein sæt af mér og Kamillu á leiðinni á æfingu :)