Góðann daginn!
Í morgun vaknaði ég 05:30 og labbaði á morgun æfingu í world class, fitness form hjá Katríni Ösp snillingi. Það var vel tekið á því enda þema tímans ''Víkingaþrek'' úff. Eftir tímann fór ég heim og vakti bæði kærastann minn og pabba minn með hafragraut sem innihélt rúsinur og mikið af súkkulaði prótini. Pabbi fór síðan í vinnuna og kærastinn minn Jói í skólann, þar sem hann er í Verzló er ekkert verkfall hjá honum! Heppinn hann. Þannig ég sit bara hérna ein eftir heima... Skrýtið að það sé verkfall núna og maður veit ekkert hve lengi það verður eða stutt! Mjög óþægilegt. Ég er búin að vera að hanga smá í tölvunni síðustu daga og hef rekist á nokkrar flottar flíkur sem ég er að deyja yfir hvað mig langar í þær! Ohh... En hér koma nokkrar myndir :)!
Þessar suttbuxur eru að drepa mig! Finnst þær klikkað flottar, langar svo í þær til að taka með til Spánar á ströndina
Geggjaður kjóll!
Þessi Kimono færi ég ekki svo spart með ef ég myndi eignast hann !
Hvítur síður bolur... MUST!
Finnst þessi líka lúmskt flottur þótt ég myndi ekkert vita í hvað ég ætti að nota hann! En það myndi reddast :)
Ég bara læt mig dreyma... Er nú að fara út eftir 26 daga ! Hlakkar svo til :)!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli