Hæhæ!
Ég er búin að vera að hugsa um að búa til blogg í smá tíma og er loks að láta verða af því, ég veit ekki hvað það er sem heillar mig svona við blogg en mér finnst þau svo skemmtileg :) Svo þið vitið nú eitthvað um mig þá ætla ég að byrja á að segja aðeins frá sjálfri mér.Ég heiti Móeiður og er frá Íslandi og bý í Reykjavíkinni, fædd 4.júlí 1997 og er krabbi í stjörnumerki, ég hef mikinn áhuga á líkamsrækt og heilsusamlegum lífstíl! Svo finnst mér hestar líka æðislegir og á einn svoleiðis vin sem heitir Hnútur :) Og svo er ég í Menntaskólanum við Sund. Á þessu bloggi langar mig aðallega að fjalla um daglegt líf og áhugamál.
Dagurinn í dag! 12.mars 2014
Byrjaði með því að ég svaf yfir mig, einmitt eitt af því sem ég er mjög góð í...Ég átti nefnilega að mæta á morgun æfingu kl 06:00...En ég skellti í mig hafragraut með súkkulaðiprótini frá Fitness sport og smá rúsínum með og fór svo í skólann, á réttum tíma sem betur fer. Eftir skóla fór ég heim og mér tókst í alvörunni að sofna uppí rúmmi... Og ég rotaðist þar í 5 tíma! þegar ég vakna er kvöldmatur og svo fer ég á æfingu með stelpunum í World Class. Það var bak og bicep í dag og svo fórum við í heitapottinn eftir á, lúxus :) Mjög fínn dagur en þvílíkt klúður að sofa yfir mig í morgun og sofna eftir skóla! Reyni að passa að þetta gerist ekki aftur! :)
Instagram: instagram.com/moeidursvala
Yevvo: moeidursvala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli