Ef þú vilt auka hamingju þína og vera jákvæðari með lífið, þá skiptir miklu máli hvernig þú ferð á fætur á morgnanna því það hefur áhrif á allann daginn.
Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að vakna og að halda mér frá ,,snooze'' takkanum! Vekjaraklukkan getur verið búin að hringja án alls gríns svona 50x og ég er enn sofandi... Enda set ég venjulega u.þ.b. 20 vekjaraklukkur á hverjum morgni og greyjið þeir sem hafa þurft að reyna að vekja mig í gegnum árin, fyrirgefiði.
Þegar ég svo loks vakna þá er þetta ekkert mál og ég er strax komin í góðan fíling, þannig ég get alls ekki sagt að ég sé morgunfúl manneskja :)
Mikið af fólki í kringum mig er samt kanski ekki það hressasta á morgnanna, þannig ég fór að pæla aðeins í þessu og komst að því hvað það skiptir miklu máli að vakna glaður og jákvæður á morgnanna fyrir komandi dag. Hver man ekki eftir því að hafa vaknað leiðilega og dagurinn var bara einn hörmung eftir það...? Ég er að tala um einn af þessum dögum þar sem þú mættir alltof seint í skólann, hárið þitt ákvað að vera ógeðslegt, yfirmaðurinn er leiðilegur eða kennararnir í vondu skapi og láta allt bitna á þér og dagurinn verður bara að eitthverju rugli sem þú vilt helst bara gleyma. Við höfum öll gengið í gegnum þetta, slæmir dagar gerast, en það sem við erum að gleyma er hvað við getum haft mikil áhrif á daginn okkar og aðra.
Við ráðum því voða mikið sjálf hvernig dagurinn okkar verður og sem manneskjur sendum við stöðuga strauma út í andrúmsloftið, bæði jákvæða og neikvæða sem hafa áhrif á okkur jafnt sem aðra í kringum okkur. Við stjórnum því hvað við hugsum, og ef við hugsum að dagurinn verði ömurlegur þá speglast viðhorfið okkar þannig að dagurinn verður mjög líklega frekar ömurlegur vegna þess að við erum búin að ákveða það í huganum og sendum neikvæða strauma frá okkur og sjáum allt í neikvæðari mynd frekar en jákvæðari.
En ég ætla að koma með nokkur tips sem ég persónulega trúi að virki til þess að vakna ánægðari og muni hafa áhrif á að gera þig að heilbrigðari og glaðari manneskju! :)
-MINNKAÐU NETNOTKUNINA. Það er mjög sniðugt að slökkva á netinu 30 mínútum áður en þú ferð að sofa og vera ekkert að kveikja á því aftur fyrr en þú vaknar eða eftir skóla/vinnu. Afhverju? Vegna þess að við eyðum svo stórum hluta af lífinu föst við tölvuna og símann, svo við þurfum að pína okkur smá til þess að gera ''þinn,, tíma, smá stund þar sem hugsanir okkar eru í friði, en ekki alltaf límdar við eitthvað sem við vorum að lesa á netinu eða sjá, þetta leyfir þér bara að hugsa um eitthvað skemmtilegt sem þér dettur í hug.
-SKIPULEGGÐU ÞIG BETUR. Með því að vera búinn að skipuleggja daginn kvöldið áður, búa til lista yfir það sem þarf að gera, þá einfaldaru verkefni dagsins og og lítur jákvæðara á þau í leiðinni. Þá vaknaru með allt tilbúið og þarft ekki að pæla í neinu nema bara að framkvæma!
-GERÐU ÞAÐ LEIÐINLEGA FYRST. Líttu á listann og gerðu það leiðinlega fyrst, þá líður þér strax vel og þarft ekki að vera með neitt samviskubit að eiga eitthvað erfitt eða leiðinlegt eftir, eins og til dæmis skólaverkefni. Afhverju að draga eitthvað sem þarf ekki að draga? Það getur líka haft leiðinleg áhrif á skemmtilegu verkefnin, þú nýtur þín ekki eins vel þegar þú ert að hafa óþarfa áhyggjur. Kláraðu þetta bara af og þá er allt það skemmtilega eftir og þú getur bara notið þín og þarft ekki að hafa neinar áhyggjur.
-SÍTRÓNU VATN + HOLLUR MORGUNMATUR. Líkaminn þinn þarf orku til að takast á við daginn, ég byrja daginn minn á sítrónu vatni, vítamínum, lýsi og léttum morgunmat. Byrjaðu daginn á hollum og góðum morgunmat og líkaminn mun þakka þér fyrir það!
-KÖLD STURTA. Þá er ég ekki að tala um að fara í ísbað eða eitthvað svoleiðis, bara þegar þú ferð í sturtu að taka þér allavega 1 mínútu þar sem þú hefur frekar kalt vatn! Það er bæði gott fyrir sálina og hárið! Þetta tekur smá tíma að venjast en um leið og það venst er köld sturta dásamleg. Þetta eykur orku, brennir fleiri kaloríum og kveikir vel á líkamanum! Ég skora á þig að prófa! Þetta drepur þig ekki.
-HREYFÐU ÞIG. Já það hafa eflaust allir heyrt það 1000x að það sé gott að hreyfa sig daglega! Og það er alveg satt. Ekki svindla á sjálfum þér, gerðu þér gott og hreyfðu þig allavega í klukkutíma á dag. Það þarf ekki að vera mikið, út að hlaupa, fótbolta með vinunum, yoga, sund, spinning, bara eitthvað sem þér finnst skemmtilegt :) Gerðu það bara og njóttu þess að vera glaður eftir á!
Þannig næst þegar þú ert að hafa slæman dag hugsaðu þá hvernig hann byrjaði. Ég skora á þig að prófa þessar leiðir og áður en þú veist af ertu orðin ánægð morgunmanneskja!
Einfaldlega ákveddu á hverju morgni að þú sért í góðu skapi.
xxx Moeidur
If you're looking to increase your happiness levels and want a more positive life, then how you choose to wake up in the morning is something that deserves your attention.
I have always had a hard time waking up and keeping myself from the ,,snooze'' button! The alarm can ring a thousand times and I'm still asleep... That's why I put on 20 alarms every morning and for those of you who have ever had to wake me up, I apologise.
It wasn't until recently that I looked into how moods are affected throughout the day by how one chooses to wake up. Think back to a day that you 'woke up on the wrong side of the bed' and it all went downhill from there. I am talking about one of those days where the milk is off, you're running late, your hair has decided to be a tumble weed, the traffic on the way to work is insane, your boss is being a dick and the day just rolls into something that you'd much rather forget. We've all been there, bad days happen, however lately I've come to realise that how you choose to start the day really sets the tone for how it all unfolds. As human beings we send out vibrations, both positive and negative, which all stem from our thoughts. We manifest what we think. If you think that your day is going to turn out to be a school excursion to hell and your attitude reflects that then chances are you're on the bus to creating that for yourself!
To relay some of what i've discovered and have been practicing, I've listed a bunch of my top tips for waking up on the right side of the bed which in turn will create a happy and healthier you!
-CAP YOUR NET USAGE. Turn off the internet 30 minutes before bed and don't turn it back on until after school or work. Why? Because we spend the lions share of our lives glued to screens, so you need to force yourself to create 'switch off' times. Your phone/the internet are constant triggers of emotions & thoughts. Limiting their influence while your starting & winding down your day, gives you a better level of control over your potential moods and allows you to think freely without all that content.
-WRITE A TO DO LIST. Having a plan for the day ahead is something I would suggest you do the night before, that way when you wake up you have a clear cut vision for what the day holds and in what order you need to proceed.
-DO YOUR WORST FIRST. If you start your to do list with your worst task first, then you'll start feeling ahead right from the start! Why leave the things you're dreading to drag on any longer than needed. Procrastination and resistance are all forms of negativity, which can begin to effect other tasks at hand. So get the worst done first and look at the remainder of your day with optimism and a sense of accomplishment.
-LEMON WATER + A HEALTHY BREAKFAST. Your body needs fuel in order to function, so for me I drink a glass of room temperature lemon water with a healthy but light breakfast. Start your day on the right foot and your body will thank you for it!
-COLD SHOWERS. I don't have hot showers anymore and if I do they end with at least 1 minute of pure cold water. Cold showers are actually greatly beneficial to your health, I am not going to lie, they take some time of getting used to, but I would never go back. If you want to beat depression, dried out hair and skin, aid weight loss and kick start you metabolism, increase your energy and much more then suck it up and have a cold shower, it won't kill you.
-EXERCISE. Yep, exercise, be it yoga, running, a pump class, I am sure you've heard how good exercise is for you 1000's times before, we all know it's good for us and so just do it and enjoy the happy endorphines as a result.
So next time you have a bad day think about how it started. I encourage you to test and trial these techniques and soon you might just become a morning person and a happy one at that :)
Put simply decide every morning that you are in a good mood.
xxx Moeidur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli